Valmynd

Anna Helga Björnsdóttir

Aðeins um Önnu Helgu Björnsdóttur

Anna Helga stundaði nám við Listdansskóla Íslands sem barn og unglingur. Hún hefur starfað undanfarin ár hjá Balletskóla Sigríðar Ármann, bæði sem kennari og píanóleikari en hún lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2007. Árið 2015 útskrifaðist hún sem íþróttafræðingur með framhaldsgráðu í heilsuþjálfun og kennslu. Einnig hefur hún lokið jógakennaranámi og starfar að hluta til sem jógakennari.