Valmynd

Dana Sól Tryggvadóttir

Aðeins um Dönu Sól

Dana hóf dansnám sitt við 9 ára við danslistaskóla JSB og lærði þar jazzballett. Hún lærði þar í 10 ár og var þar á listdansbraut í 8 ár. Hún hefur einnig farið í sumarnám erlendis í London studio center. Á listdansbraut JSB var mest áhersla á jassballett og ballet, en einnig voru áfangar í bæði spuna og kóreógrafíu. Dana hefur lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og starfar núna samhliða kennslu á leikskóla og æfir crossfit.