Valmynd

Elva Rut Guðlaugsdóttir

Aðeins um Elvu Rut Guðlaugsdóttur

Elva Rut er annar eigenda Plié dans & heilsu.
Hún hefur 18 ára reynslu í kennslu.
Árið 2002 tók hún Associate/Intermediate í klassískum ballet og kennsluréttindum frá NATD.
2004 Licentiate/Advanced 1 í klassískum ballet og kennsluréttindum frá NATD.
2008 Bird College, London með BA(Hons) í Dance and Theatre performance og NatDip(He) í Professional Musical Theatre.
Elva hefur sótt fjölda námskeiða í London, Budapest, USA og Yorkshire á Englandi. Er með Acrobatic Arts kennsluréttindi, Body Balance réttindi frá Les Mills og Animal Flow frá Global bodyweight training. Sótti ECA fitness ráðstefnur í NYC 2013,2014 og 2015
Elva starfaði sem yfirkennari Balletskóla Sigríðar Ármann 2008-2011, hefur kennt við Dansskóla Evu Karenar og Danskompaní. Kenndi í Hreyfingu Heilsulind 2011-2015. Kenndi við dansdeild Listaháskóla Íslands, Dansverkstæðið og í Íslenska Dansflokknum. Sat í stjórn Félags Íslenskra Listdansara.
Danshöfundur uppfærslu „Með allt á hreinu“ hjá Verslunarskóla Íslands.
Hún hefur starfað mikið með samkvæmisdansara, fimleikafólk og skautadansara, býður meðal annars uppá Dans Einkaþjálfun og bjó til Plié Technique kerfið sem hefur gefið góðan árangur.