Valmynd

Erla Harðardóttir

Aðeins um Erlu Harðardóttur

Erla hóf dansnám sitt við Balletskóla Sigríðar Ármann 5 ára gömul og tók þátt í öllum nemendasýningum ballettskólans í Borgarleikhúsinu til ársins 2014.  Árið 2011 byrjaði hún að aðstoða við kennslu hjá nemendum á aldrinum 3-8 ára og árið 2015 kenndi hún ballett tíma sem samanstóð af eldri byrjendum sem og lengra komnum sem höfðu tekið pásu frá dansi.  Samhliða ballettkennslunni útskrifaðist Erla með BSc í tölvunarfræði úr Háskólanum í Reykjavík þar sem hún gegndi ýmsum stúdenta embættum og vinnur nú sem tölvunarfræðingur hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Annata.