Valmynd

Inga María

Aðeins um Ingu Maríu

Inga María hóf dansnám í Ballettskóla Eddu Scheving rúmlega þriggja ára, og var þar til 6 ára aldurs. Þá skipti hún yfir í Klassíska Listdansskólann og útskrifaðist þaðan 16 ára af nútímalistdansbraut í framhaldsdeild skólans. Svo sótti hún um og fékk inngöngu á nútímalistdansbraut Listdansskóla Íslands haust 2016 og stundar þar nám samhliða framhaldsnámi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún tók þátt í Billy Elliot sem sett var upp í Borgarleikhúsinu á árunum 2014-2016. Þar öðlaðist hún mikla reynslu á fjölbreyttum dansstílum, svo má nefna; steppdans, jazz, hip hop, ballet, musiacal theatre og svo auðvitað leiklist. Auk þessarar reynslu hefur hún hlotið leiðsagnar ótal reyndra og frábærra kennara bæði hér heima og erlendis. Inga María fór á dansworkshop í London sumarið 2016. Þar tók hún marga tíma hjá mörgum af þekktustu danshöfundum og kennurum í dansheiminum.