Valmynd

Ingi Hrafn

Aðeins um Inga Hrafn

Ingi Hrafn útskrifaðist sem leikari og leikhúsfræðingur frá Rose Bruford College í London árið 2009. Auk þess lagði hann stund á leikræna tjáningu við Estonian Academy of Music and Theatre í Eistlandi. Ingi Hrafn hefur tekið að sér að leika bæði í inn-og erlendum auglýsingum, tónlistarmyndböndum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Ber þar helst að nefna sænsku sjónvarpsþættina Gåsmamman, Makalaus, Óupplýst og Sönn íslensk sakamál. Hann hefur einnig leikið í fjölmörgum leiksýningum ásamt því að hafa leikstýrt, samið leikverk og skrifað barnabækur. Hann er einn af stofnendum leikhópsins Vinir Plié sem hefur um árabil samið og flutt leiksýningar fyrir börn.

www.ingihrafn.com