Valmynd

Íris Ásmundardóttir

Aðeins um Írisi Ásmundardóttir

Íris hóf dansnám í Listdansskóla Hafnarfjarðar tæplega þriggja ára. 6 ára flutti hún sig í Klassíska Listdansskólann og lauk þaðan grunndeild og tveimur árum framhaldsdeildar á klassískri listdansbraut. Sótti um og fékk inngöngu á Klassíska framhaldsbraut Listdansskóla Íslands haust 2015 og stundar þar nám samhliða framhaldsskólanámi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún hefur ásamt klassískum ballet hlotið reynslu í Cunningham og Martha Graham nútímadanstækni, austur-evrópskum og spænskum karakterdansi, og pas de deux. Hún hefur notið leiðsagnar ótal frábærra kennara bæði hér heima og erlendis. Íris hefur tvö undanfarin ár fengið inngöngu og stundað nám í sumarskóla Boston Ballet School, hefur tekið tíma bæði hjá Steps on Broadway í New York og Dance Works í London og sumarið 2016 fékk hún inngöngu í sumarskóla American Ballet Theatre.