Valmynd

Margrét Kristín Björnsdóttir

Aðeins um Margrét Kristín Björnsdóttir

Margrét Kristín hóf dansnám sitt í klassískum ballett hjá Balletskóla Sigríðar Ármann þriggja ára gömul. 10 ára byrjaði hún í jazz ballett hjá JSB þar sem hún æfði í þrjú ár. Margrét æfði fimleika í tvö ár hjá Stjörnunni. Hún byrjaði aftur að dansa klassískan ballet og nútíma ballet hjá Balletskóla Sigríðar Ármann 14 ára gömul. Margrét stundar nám við píanóleik og söng. Hún hefur unnið mikið með börnum og passað töluvert síðan hún var 12 ára. Margrét lauk námi við Fjölbraut í Garðabæ árið 2015.