Valmynd

Marín Mist Magnúsdóttir

Aðeins um Marín

Marín Mist byrjaði í fimleikum hjá Fjölni þegar hún var 8 ára og var þar þangað til hún varð 11 ára en æfði dans hjá Birnu Björns í millitíðinni. Þegar hún hætti í fimleikum fór hún yfir í Fitkid sem er blanda af dansi og fimleikum. Þar æfði hún í 4 ár og fór á nokkur heimsmeistaramót með góðum árangri. Þegar hún var orðin 15 ára færði hún sig yfir í Danslistarskóla JSB og hefur hún verið þar síðan. Marín hefur farið 5x á mínum vegum til Ameríku að keppa í dansi sem hefur alltaf gengið mjög vel.