Valmynd

Marta Ákadóttir

Aðeins um Mörtu

Marta byrjaði í fimleikum 6 ára gömul og fór ekki að æfa dans fyrr en hún var tólf ára. Þá fór hún að stunda nám í Listdansskóla Íslands, þar sem hún er núna á þriðja ári framhaldsbrautar. Hún hefur tekið þátt í verkefnum á vegum Reykjavík dance festival frá árinu 2014 og má þá nefna verkin GRRRRRLS og Hlustunarpartý eftir Ásrúnu Magnúsdóttur. Hún hefur sótt allskyns námskeið bæði erlendis og innlendis og má þá nefna viku námskeið í skólanum P.A.R.T.S í Belgíu og sex vikna sumarnámskeið í The Alvin Ailey dance school í New York.