Valmynd

Nadia Margrét Jamchi

Aðeins um Nadiu Margréti Jamchi

Nadia Margrét er með BS í Sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands. Hún æfði skauta í 15 ár og varð Íslandsmeistari 2010 og 2014. Hún var í landsliði ÍSS og hefur keppt fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum mótum, meðal annars hefur hún tekið þátt á Norðurlandamótum. Ásamt skautunum æfði hún ballett og jazzballett og var á listdansbraut hjá JSB í 2 ár. Nadia Margrét er þjálfari hjá Skautafélagi Reykjavíkur og hefur starfað þar í 5 ár. Hún hefur lokið 1. og 2. stig þjálfaramenntunar hjá ÍSÍ og sérgreinahluta 1a og 1b hjá ÍSS. Hún hefur þjálfað skautaskóla alveg upp í meistaraflokk. Einnig er hún með 2. stigs réttindi frá ÍSS sem Technical Specialist (tæknidómari). Hún útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 2014.