Valmynd

Ólöf Helga Gunnarsdóttir

Aðeins um Ólöf Helga Gunnarsdóttir

Ólöf Helga Gunnarsdóttir hóf að stunda ballett aðeins 4 ára gömul í Þýskalandi. 10 ára að aldri fór hún að dansa hjá Ballettskóla Guðbjargar ásamt því að stunda free-style hjá Dansskóla Birnu Björns. Þegar hún varð 16 ára byrjaði hún á framhaldsdeild hjá Listdansskóla Íslands, á klassísku brautinni, og útskrifaðist þaðan 3 árum seinna. Árið 2008 fluttist hún til Manhattan í New York og hóf þriggja ára Diploma nám við The Ailey School. Í námi sínu í Bandaríkjunum tileinkaði hún sér mikla þekkingu bæði í klassískum ballett ásamt módern tækninni Horton, en Horton er sú tækni sem skólinn er hvað mest þekktur fyrir. Hún þjálfaðist einnig vel í Graham tækni, jazz, afrískum dansi og yoga ásamt mörgum fleiri dansstílum. Ólöf hefur fengið að þjálfa með mörgum þekktum danskennurum eins og Lauren Hauser, Milton Meyers, Graziela Kozak, Dudley Williams, Denise Jefferson og mörgum fleiri. Eftir námið sitt í New York kenndi hún hjá Dansskóla Birnu Björns í tvo vetur. Þar kenndi hún nemendum, 15-18 ára, contemporary jazz.