Valmynd

Sigrún Waage

Aðeins um Sigrún Waage

Sigrún útskrifaðist sem leikkona árið 1986 með BFA gráðu, frá New York University School of the Arts. Hún stundaði nám í Listdansskóla Þjóðleikhússins frá 8 ára aldri til 19 ára aldurs og stundaði síðan nám við Jazzballettskóla Báru í 2 ár. Hún stundar söng og kennaranám í Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn og starfar sem CVT leiðbeinandi. Sigrún lauk 1 árs Singer course for Singers námi í Complete Vocal Institute árið 2013-2014. Einnig stundaði hún söngnám í Tónlistarskóla Garðabæjar um skeið. Sigrún hefur leikið í fjölmörgum sýningum í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum. Talsett ógrynni af teiknimyndum og ljáð auglýsingum rödd sína.