Valmynd

Vala Rún Magnúsdóttir

Aðeins um Völu Rún Magnúsdóttur

Vala Rún er 19 ára gömul og er að útskrifast í vor af líffræðibraut í Verzló. Vala æfði listhlaup á skautum í 15 ár ásamt því að vera í JSB og í ballet samhliða skautunum. Hún hætti í haust vegna meiðsla en starfar nú sem þjálfari hjá Skautafélagi Reykjavíkur og hefur gert síðan 2012. Vala átti glæstan skautaferil, hún var í landsliði ÍSS frá 2010-2015, fór á 3 Norðurlandamót og var fjórum sinnum valin fulltrúi Íslands á Junior Grand Prix mótaröðina. Hún var Íslands-, Bikar- og Reykjavíkurmeistari árið 2013 og var valin Skautakona ársins af ÍSS 2012 og 2013. Vala hefur lokið 1. og 2. stigi þjálfaramenntunar hjá ÍSÍ og sérgreinahluta 1a og 1b hjá ÍSS ásamt því að fara á ýmis námskeið og æfingabúðir erlendis með bestu þjálfurum heims á skautaferli sínum. Hóf störf hjá Plié í október 2015, kennir Plié Technique og ýmis afleysingastörf.