Valmynd

Leiklist 9-12 ára

Vinir Plié
-Leiklistarskóli-

9-12 ára
13 vikna námskeið sem hefst. 19. september

Leiklistarnámskeiðið „Vinir Plie” er krefjandi en um leið lifandi og skemmtilegt námskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 15 ára. Á námskeiðinu verður farið í gegnum helstu grunnatriði leiklistar og unnið með hugtök úr heimi hennar eins og spuna, hlustun, framsögn, samvinnu og leikræna tjáningu svo fátt eitt sé nefnt. Markmiðið með námskeiðinu er meðal annars að styrkja þætti eins og sjálfsmynd, sjálfstraust, frumkvæmði, sjálfstæði, ábyrgðarkennd, ímyndunarafl, sköpunargáfu, umburðarlyndi og samkennd barnanna.

Leiklist hefur jákvæð áhrif á börn. Í leiklist þurfa börn að takast á við hin ýmsu hlutverk og setja sig í spor annarra sem verður til þess að þau þroska með sér vitsmunalega, tilfinningalega og félagslega hæfni. Þau ganga inn í ímyndaðan heim þar sem þau þurfa að takast á við hin ýmsu vandamál og leita lausna á þeim í gegnum margvísleg hlutverk. Þau þurfa að bera ábyrgð á hlutverkum sínum og gjörðum í ferlinu. Þetta verður til þess að sjálfsmynd, sjálfstraust, frumkvæði, sjálfstæði og ábyrgðarkennd barna eflist auk þess sem ímyndunarafl og sköpunargáfa þeirra fær lausan tauminn og styrkist. Þar sem leiklist byggir á samvinnu stuðlar hún að aukinni samkennd og umburðarlyndi barna.

Í lok hvers námskeiðs er afraksturinn sýndur með leiksýningu.

  • Víkurhvarf 1, 203 Kópavogi
    Vinir Plié 9-12 ára
    Miðvikudagar kl. 16:15-17:00
    Kennari: Jóel Ingi og Ingi Hrafn
    Verð: 31.900,-