Valmynd

VOR´19 – Ballet 2.stig

VORÖNN´19 hefst í vikunni  14.-20. janúar 2019
14 vikna námskeið (Páskáfrí verður 16.-22.apríl 2019)

Tækniæfingar listgreinarinnar eru teknar á næsta skref, hraði og þyngdarstig æfinga eykst. Mikil áhersla er lögð á nákvæmni, einbeitingu, vandvirkni og túlkun. Þjálfunin eykur liðleika, styrk, þrek og gæði hreyfinga. Kennt er tvisvar í viku.

Markmið námskeiðsins er að nemendur læri klassískan ballett og fái þjálfun í: Fínhreyfingum, samhæfingu, jafnvægi, styrk, liðleika, taktvísi, hugmyndaauðgi, líkamsvitund, rýmisgreind og sjálfsaga.

Nemendur munu taka stigspróf á vorönn og verða haldin á tímabilinu 4.-18. mars.

Vorönn endar með nemendasýningum í Borgarleikhúsinu 25. & 27. apríl 2019.

Tvær kennstlustundir í viku

Ef hópur sem er fyrsta val er uppbókaður mælum við með að skrá barnið í hóp sem er annað val, til að barnið fái örugglega pláss á önninni.

Verð: 58.000,- Skráning er bindandi

 • Víkurhvarf 1, 203 Kópavogur
  Hópur A
  Mánudagar kl.17-18 - Kennari: Eydís Arna
  Fimmtudagar kl.17-18 - Kennari: Eydís Arna
  -
  Hópur B
  Mánudagar kl.18-19 - Kennari: Elva Rut
  Fimmtudagar kl. 16-17 - Kennari: Elva Rut
  -
  Hópur C
  Fimmtudagar kl.18-19 - Kennari: Anna Helga
  Laugardagar kl.13-14 - Kennari: Eydís Arna

  Námskeið sem eru oft tekin samhliða: 
 • Jazz&Modern
 • Acrobat
 • Musical Theatre
 • Stepp

Myndir úr tíma