Valmynd

Barnajóga

6 vikna námskeið í Barnajóga hefst 16.janúar 2019
Námskeiðið miðast við 4-7 ára aldur.

Jóga er kerfi sem byggir á líkamlegum æfingum og stöðum sem auka jafnvægið, samhæfingu og auka sjálfstraust. Á námskeiðinu vinnum við einnig með öndun og öndunartækni sem hentar börnum og hjálpar við að ná meiri slökun og kyrrð á hugann. Með gleði og kærleik að leiðarljósi í gegnum leik, söng og hugleiðslur aukum við líkamsvitund og minnum okkur á að við erum frábær, nákvæmlega eins og við erum.
Stuðst er við Little Flower Yoga kennsluaðferðir og Plié Method.
Víkurhvarf 1 
Verð: 12.000,- (6 vikur)
Miðvikudagar 17:15-18:00
Kennari: Ragnhildur Sandra (Little Flower Yoga Teacher Training)