Valmynd

Pilates

6 vikna námskeið hefst 11. september

Pilates er æfingakerfi sem byggir á að styrkja kjarnavöðva líkamans. Aðferðin leggur áherslu á að styrkja kviðinn, mjóhrygginn, ytri og innri lærvöðvana og rassvöðva. Markmið Pilates er að lengja og styrkja líkamann án þess að vöðvarnir verði fyrirferðarmeiri.
“The Pilates Method teaches you to be in control of your body and not at its mercy.” -Joseph Pilates

Kennt er á mánudögum og miðvikudögum kl 12-13
Plié Granda, Fiskislóð 49-51, 101 Reyjkavík.
Kennari: Vala Ómarsdóttir

Um kennara: Vala Ómarsdóttir er menntaður jógakennari frá Jógastúdíó Reykjavíkur og með kennsluréttindi í mat-based Pilates frá Future Fit Training í London. Hún kynntist fyrst jóga og Pilates í New York árið 2000 þar sem hún æfði undir leiðsagnar Lindu Farrell. Síðan þá hefur hún kennt bæði í London og Reykjavík, m.a. í Baðhúsinu til fjölda ára, World Class, Marelybone Dance Studio, Sporthúsinu, Kramhúsinu og í Jógastúdíó Reykjavíkur. Vala er einnig menntuð sem sviðslistakona og kvikmyndaleikstjóri.