Valmynd

Um skólann

Plié Listdansskóli býður uppá nám í ballet, jazz, dansfjöri, steppi, modern, acrobat & musical theatre dönsum fyrir stráka og stelpur. Skólinn kennir eftir eigin námsskrá ásamt því að styðjast við námskrár frá Royal Academy of Dancing og Russian Method frá National Association of Dancing. Plié Listdansskóli var fyrstur til að bjóða upp á dansnám fyrir 18 mánaða gömul börn.
Námsskrá skólans leggur uppúr því að nemendur njóti faglegrar leiðsagnar í jákvæðu og nærandi umhverfi. Markmið skólans með náminu er að styðja við jákvæða líkamsímynd og að námið hjálpi til við að byggja upp sterka sjálfsmynd sem nýtist til framtíðar.

Skólinn er starfræktur á tveimur stöðum

Víkurhvarfi 1, 2.hæð, í Kópavogi.
Hjarðarhagi 47, 107 Reykjavík.

Símanúmer Plié er 511-0777
Besta svörun fæst með því að senda póst á [email protected]
p[email protected]
Elva Rut , elva(hja)plie.is
Eydís Arna , eydis(hja)plie.is

 

Hagnýtar upplýsingar

Þegar börn stíga sín fyrstu skref í tómstundum er nausynlegt fyrir foreldra að vera meðvitaðir um að börnin eru eins mismunandi og þau eru mörg og geta því brugðist mismunandi við nýju umhverfi og fólki. Hluti af náminu er að efla sjálfstæði og öryggi barnanna á sama tíma og að upplifunin verði jákvæð. Við mælum með því að foreldrar undirbúi börnin undir það að foreldrar bíði frammi á meðan kennslunni stendur. Í undartekningum er þörf á að foreldri sitji inni sem stuðningur fyrir barnið, en þá í samráði við kennara. Mikilvægt er að börnin fari á salernið fyrir tímann, annars eru kennarar okkar til aðstoðar í tímanum.

Greiðsluskilmálar

Innritun á námskeið jafngildir samningi um greiðslu á skólagjöldum. Öll innritun í nám við skólann fer í gegnum savi.is. Séu forföll af önn tilkynnt áður en námskeið hefst er 10.000,- kr. staðfestingargjald óendurkræft.
Athugið að innritun er bindandi og skólagjöld fást ekki endurgreidd.

Frístundastyrkur
Plié Listdansskóli er með samning við Reykjavíkurborg, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnes, Kópavog og Hafnarfjörð um aðild að frístundarstyrk.
Athugið að frístundastyrkir sveitarfélgana endurnýjast í janúar á hverju ári.